Við gætum réttar flytjenda og útgefenda

Þú getur orðið aðili að SFH ef þú hefur tekið þátt í upptöku á hljóðriti sem spilað er opinberlega.

Um SFH

SFH eru innheimtusamtök tónlistarflytjenda og hljómplötuframleiðenda. Tilgangur sambandsins er að gæta réttar flytjenda og útgefenda til þóknunar fyrir afnot af hljóðritum vegna spilunar á opinberum vettvangi..

SFH semur við útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar um þessi afnot. Ennfremur er í gildi verðskrá vegna notkunar tónlistar á veitingarstöðum, verslunum, líkamsræktarstöðvum og fleiri stöðum þar sem tónlist er spiluð opinberlega. Nánar um SFH

Hvernig virkar úthlutunarferlið?
Hljóðritun.
Skráð inn á vefsíðuna Hljóðrit.is hverjir gefa út og taka þátt í tónlistarflutningi á hljóðritinu auk fleiri upplýsinga til að fá ISRC kóða fyrir hvert lag.
Hljóðritið er spilað á opinberum vettvangi svo sem á útvarpsstöðvum, verslunum, veitingahúsum og líkamsræktarstöðvum.
SFH innheimtir þóknun hjá útvarpsstöðvum og öðrum fyrirtækjum fyrir notkun hljóðritsins.
SFH fær spilunarskýrslur um hvaða tónlist er notuð og greiðir út til flytjenda og útgefenda eftir réttindum hver og eins.
Úthlutun.

Spurt og svarað

Hvers vegna þarf samtök eins og SFH til að innheimta gjöld vegna notkunar hljóðrita fyrir flytjendur og útgefendur tónlistar?

Gífurlegur kostnaður færi í það hjá hverjum og einum rétthafa að innheimta fyrir notkun verka sinna hjá öllum útvarpsstöðvum, verslunum, skemmtistöðum og öðrum opinberum stöðum sem leika tónlist af hljómplötum bein eða óbeint.

Sama er uppi á teningnum hjá rekstraraðilum (útvarpsstöðvum, verslunum, veitingastöðum o.fl.) sem þyrftu að greiða hverjum og einum rétthafa. Það sparar bæði tíma og kostað að ein samtök eins og SFH sjái um þessa innheimtu og umsýslu.

Hver er munurinn á SFH og STEF?

SFH gætir réttinda flytjenda og útgefenda hljóðrita. STEF gætir réttinda höfunda tónlistar. Ef þú ert bæði flytjandi tónlistar og höfundur tónlistar er æskilegt að vera skráður í bæði félögin.

Það kostar ekkert að vera meðlimur í STEF og SFH.

Hvernig gerist ég meðlimur í SFH?

Það er einfalt og fljótlegt að skrá sig í SFH. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út eyðublað og skrifa undir það með rafrænum skilríkjum. Þú getur skráð þig í SFH með því að smella hér.

Það er endurgjaldslaust að vera meðlimur í SFH.

Ég hef leikið inn á hljóðrit sem er spilað í útvarpi. Hvaða réttindi hef ég?

Allir flytjendur hljóðrita eiga rétt á greiðslu þegar hljóðrit er leikið á opinberum vettvangi. Þú þarft að vera skráð/ur sem einn af flytjendum hljóðritsins. Þú getur séð hvaða hljóðrit þú ert skráð/ur á inni á mínum síðum.

SFH sér síðan um að greiða þér þóknun eftir því hve hljóðritið er mikið spilað í útvarpi.

Skráning í SFH

Þú getur orðið aðili að SFH sem flytjandi ef þú hefur tekið þátt í upptöku á hljóðriti sem spilað er í útvarpi eða sjónvarpi. Það kostar ekkert að vera í SFH.