ISRC kóðar

ISRC (International Standard Recording Code) er alþjóðlegur staðall sem ætlað er að hjálpa til við að auðkenna hljóðrit, t.d. þegar hljóðrit er spilað á útvarpsstöðvum og á streymisveitum á borð við Spotify. Mikilvægt er að öll úgefin hljóðrit hafi ISRC kóða á bak við sig.

SFH sér um útgáfu ISRC kóða á Íslandi. Þú getur fengið ISRC kóða úthlutaða á vefsíðunni Hljóðrit.is

Endurnýta skal ISRC kóða þegar lag kemur út á fleiri en einni plötu. Þegar hljóðriti er hins vegar breytt, t.d. með endurhljóðblöndun, nýrri masteringu, lengingu, styttingu skal gefa út nýjan ISRC kóða fyrir þá útgáfu.

Hér er dæmi um ISRC kóða:

IS-EAA-21-02203

  1. IS táknar heimaland framleiðendans. IS er Ísland. Landkóðanir útdeilast af höfuðstöðvum ISRC í London.
  2. EAA táknar útgáfufyrirtækið. Hvert útgáfufyrirtæki getur átt einn eða fleiri útgáfukóða til að auðkenna útgáfufyrirtækið.
  3. 21 táknar árið sem kóðinn er gefinn út.
  4. 00103 er auðkenningarnúmer hljóðritsins. Það skal taka skýrt fram að ef einhver breyting verður á upptökunni sjálfri (t.d. endurhljóðritun eða breyting á lengd lagsins) þarf að fá nýjan ISRC kóða fyrir þá útgáfu.

Liðir 2 - 3 - og - 4 hér að ofan eru á ábyrgð framleiðendans. Það hefur í för með sér að framleiðandinn á sjálfur hafa gott skipulag á sínum upptökum og ISRC - kóðum.