Fyrir rekstraraðila

Hér að neðan er verðskrá STEFs og SFH. Rekstraraðilar greiða gjald vegna flutnings tónlistar á opinberum vetvangi.


Gjaldskrá STEFs og SFH vegna opinbers flutnings tónverka

Með vísun til 4. mgr. V. kafla verðkrár STEFs, sem staðfest var af menntamálaráðuneytinu 5. janúar 1993, sbr. auglýsingu nr. 101, 1993, eru gjöld vegna opinbers flutnings tónlistar utan útvarps á árinu 2021 eftirfarandi, en hér að neðan er jafnframt tilgreint leyfisgjald SFH, Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, skv. gjaldskrá nr. 214, 1996, 60% álag á STEFgjald:

I. Veitinga- og gistihús.

Undir þennan kafla falla veitinga- og gistihús, sem hafa fastan rekstur allan ársins hring eða hluta úr ári.

A. Matsölustaðir án vínveitingaleyfis, þar sem megináhersla er lögð á matsölu og þar sem tónlist er flutt í bakgrunni, skulu greiða sem hér segir:

STEF SFH Alls
Staðir með allt að 20 sætum, ársfjórðungslega kr. 7,456 4,474 11,930
Staðir með 21-50 sætum, ársfjórðungslega kr. 11,930 7,158 19,088
Staðir með 51-100 sætum, ársfjórðungslega kr. 22,667 13,600 36,267
Staðir með 101-150 sætum, ársfjórðungslega kr. 30,123 18,074 48,197
Staðir með 151-200 sætum, ársfjórðungslega kr. 37,579 22,547 60,126

B. Matsölustaðir með vínveitingaleyfi, þar sem megináhersla er lögð á matsölu og þar sem tónlist er flutt í bakgrunni, skulu greiða tvöfalt gjald, miðað við flokk A.

C. Bjórkrár og sambærilegir veitingastaðir, opnir 1-3 daga í viku, þar sem megináhersla er lögð á sölu bjórs og/eða áfengis og þar sem tónlist er flutt, skulu greiða tvöfalt gjald miðað við flokk A.

D. Bjórkrár og sambærilegir veitingastaðir, opnir 4-7 daga í viku, þar sem megináhersla er lögð á sölu bjórs og/eða áfengis og þar sem tónlist er flutt, skulu greiða þrefalt gjald miðað við flokk A.

E. Dansstaðir, opnir 1-3 daga í viku, þar sem tónlist er flutt, skulu greiða tvöfalt gjald miðað við flokk A.

F. Dansstaðir, opnir 4-7 daga í viku, þar sem tónlist er flutt, skulu greiða fjórfalt gjald miðað við flokk A.

Hótel og aðrir gististaðir, þar sem tónlist er flutt, hvort sem er á gistiherbergjum, í setustofum eða annars staðar, skulu greiða kr. 214 ársfjórðungslega fyrir hvert gistiherbergi til STEFs og kr. 128 til SFh eða kr. 342 alls. Sé um að ræða veitingar á hóteli eða gististað eða aðra starfsemi, sem fellur undir A-F liði hér að framan, skal að auki greiða fyrir þá starfsemi í samræmi við það sem þar segir.

Séu fluttir söngleikir, revíur eða önnur slík sviðsverk í veitingahúsum skal greitt sérstaklega fyrir það samkvæmt samkomulagi við STEF, fyrir hönd hlutaðeigandi rétthafa.

II. Kvikmynda- og leiksýningar.

Undir þennan kafla falla kvikmyndasýningar, leiksýningar og aðrar sambærilegar sýningar þar sem tónlist er flutt.

Af aðgangseyri að kvikmyndasýningum (að meðtöldum öllum sköttum og opinberum gjöldum) skal greiða 1%. Lágmarksgjald, sem kvikmyndahús skulu greiða, hvort sem um er að ræða fastan rekstur eða ekki, skal vera kr. 149 á hvert sæti eða kr. 14,912 á ári.

Af aðgangseyri að leiksýningum (að meðtöldum öllum sköttum og opinberum gjöldum) skal greiða 0,25%-1%, eftir því hversu mikil tónlist er í flutt í hlutaðeigandi leikverki. Lágmarksgjald, sem leikhús skulu greiða, hvort sem um er að ræða fastan rekstur eða ekki, skal vera kr. 149 á hvert sæti eða kr. 14,912 á ári.

Séu fluttar óperur, óperettur, söngleikir, revíur eða ballettar skal greitt fyrir það samkvæmt samkomulagi við STEF, fyrir hönd hlutaðeigandi rétthafa.

III. Tónleika og skemmtanahald.

Undir þennan kafla fellur allt tónleika- og skemmtanahald, annað en það sem upp er talið í I. og II. kafla.

A. Af aðgangseyri (að meðtöldum sköttum og opinberum gjöldum) að fjölleikasýningum og öðrum sambærilegum sýningum, þar sem tónlist er flutt, skal greiða 1%, þó aldrei lægra gjald en kr. 2,982 fyrir hverja sýningu eða sýningardag. Að auki greiðist kr. 1,789 til SFH eða kr. 4,771 alls.

B. Af aðgangseyri (að meðtöldum sköttum og opinberum gjöldum) að öðrum viðburðum en falla undir flokk A, svo sem íþróttaviðburðum, listsýningum, vörusýningum og hlutaveltum, þar sem tónlist er flutt í bakgrunni eða einvörðungu í leikhléi, skal greiða 0,25%, þó aldrei lægra gjald en kr. 746 fyrir hvern viðburð eða sýningardag, eftir því sem við á. Að auki greiðist kr. 447 til SFH eða kr. 1,193 alls.

C. Af aðgangseyri (að meðtöldum sköttum og opinberum gjöldum) að útihátíðum eða útisamkomum, þar sem tónlist er flutt ásamt öðru efni, skal greiða 3%, þó aldrei lægri fjárhæð en þrjá fjórðu hluta af lágmarksfjárhæð samkvæmt flokki D.

Janúar 2021 lánskjaravísitala 9,681

D. Af aðgangseyri (að meðtöldum sköttum og opinberum gjöldum) að einstökum dansleikjum, tónleikum, samkvæmum og öðrum samkomum, þar sem tónlist er flutt, skal greiða 4%, þó aldrei lægri fjárhæð en sem hér segir:

STEFgjald SFHgjald alls
Ef samkomugestir eru 100 eða færri kr. 5,965 3,579 9,544
Ef samkomugestir eru 101-200 kr. 17,895 10,737 28,632
Ef samkomugestir eru 201-300 kr. 26,842 16,105 42,947
Ef samkomugestir eru 301 eða fleiri skal greiða kr. 8,202 4,921 13,123
fyrir hvert byrjað hundrað umfram 300.

E. Ef efnt er til dansleiks, tónleika, samkvæmis eða annarrar samkomu, þar sem tónlist er flutt, án þess að það sé gert í fjáröflunarskyni, skal aðeins greiða lágmarksfjárhæð samkvæmt flokki D.

Leigi veitinga- eða samkomuhús, hvort sem það er með fastan rekstur eða ekki, félögum eða einstaklingum salarkynni sín til samkomuhalds skal sá aðili, sem samkomuna heldur, greiða STEFi sérstaklega samkvæmt þessum kafla, en veitinga- eða samkomuhúsið ber þó ábyrgð á að gjöldin séu greidd.

IV. Önnur starfsemi.

Undir þennan kafla fellur öll önnur starfsemi en sú, sem talin er upp í I.-III. kafla.

A. Sé tónlist flutt í verslunum skal greiða fyrir það sem hér segir:

STEFgjald SFHgjald alls
Verslanir, 50 fm. að stærð eða minni, árlega kr. 11,930 7,158 19,088
Verslanir, 51-100 fm. árlega kr. 23,860 14,316 38,176
Verslanir, 101-200 fm. árlega kr. 31,316 18,789 50,105

B. Sé tónlist flutt í heilsuræktarstöðvum, ljósbaðstofum, hárgreiðslustofum, rakarastofum, biðstofum og öðrum sambærilegum stöðum skal greiða fyrir það sama gjald og samkvæmt flokki A.

C. Sé tónlist flutt á vinnustöðum, þar sem starfa tíu starfsmenn eða fleiri, skal greiða fyrir það sem hér segir:

STEFgjald SFHgjald alls
Fyrirtæki með 10-50 starfsmenn, árlega kr. 14,912 8,947 23,859
Fyrirtæki með 51-100 starfsmenn, árlega kr. 29,824 17,895 47,719
Fyrirtæki með 101-200 starfsmenn, árlega kr. 44,737 26,842 71,579
Fyrirtæki með 201 starfsmann eða fleiri, árlega kr. 59,649 35,789 95,438

D. Sé tónlist flutt í langferðabifreiðum eða öðrum sambærilegum bifreiðum, sem taka 10 farþega eða fleiri, skal greiða árlega kr. 17,895 fyrir hverja bifreið. Að auki greiðist kr. 10,737 til SFH eða kr. 28,632 alls.

F. Sé tónlist flutt um borð í flugvélum skal greiða árlega kr. 35,789 - 107,368 fyrir hverja flugvél miðað við stærð og eðli tónflutnings. Að auki greiðist kr. 21,474 - 64,421 til SFH eða kr. 57,263 - 171,789 alls.

Sé tónlist flutt í almennu rými, t.d. í verslunarmiðstöðvum, skal greiða fyrir það sama gjald og samkvæmt flokki A, en að auki skal greitt gjald fyrir hverja verslun, sem þar er starfrækt, samkvæmt þeim flokki. Séu veitingastaðir starfræktir í verslunarmið- stöðvum eða á sambærilegum stöðum, þar sem tónlist er flutt, skulu þeir greiða sérstakt gjald samkvæmt I. kafla, óháð því almenna gjaldi sem innt er af hendi fyrir flutning á tónlist í hinu almenna rými.

V. Almenn ákvæði.

STEFi er heimilt að semja við einstaka aðila um gjaldtöku í sérstökum tilvikum, m.a. í þeim tilvikum sem ekki eru tilgreind í gjaldskrá þessari.

Einstökum tónskáldum eða öðrum rétthöfum er heimilt að leggja bann við flutningi á verkum sínum enda tilkynni STEF það hverju sinni þeim sem ábyrgð ber á flutningi tónlistar.

Gjöld, sem greiðast skulu árlega, falla í gjalddaga 15. apríl ár hvert. Gjöld, sem greiðast skulu ársfjórðungslega, falla í gjald- daga 15. fyrsta mánaðar eftir lok ársfjórðungs, þ.e. 15. janúar, 15. apríl, 15. júlí og 15. október. Annars falla gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari í gjalddaga 10. hvers mánaðar, eftir á, ef staðgreiðslu verður ekki við komið. STEFi er heimilt að semja við einstaka aðila um aðra tilhögun á greiðslu gjaldanna.

Framangreind gjöld miðast við lánskjaravísitölu, sem tilgreind er framan á gjaldskránni, sbr. 1.gr. laga nr. 13, 1995. Lánskjaravísitala við setningu grunngjaldskrár í janúar 1993 var 3246 stig. margfeldið er 2.982439926