Flytjendur

Þú getur orðið aðili að SFH ef þú hefur tekið þátt í upptöku á hljóðriti sem spilað er opinberlega.

Hvernig virkar úthlutunarferlið?

Þegar þú gefur út eða tekur þátt í hljóðritun tónlistar færð þú þóknun þegar aðrir nota tónlist þína á opinberum vettvangi. SFH innheimtir þessa þóknun og greiðir út til flytjenda og útgefenda.

Hve mikið fæ ég greitt?

Þóknun til þín byggist á nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi hve mikið tónlistin er spiluð, í öðru lagi á heildargreiðslu til SFH og í þriðja lagi ef þú ert flytjandi skiptir máli í hvað hlutverki þú ert sem tónlistarmaður, en samkvæmt úthlutunarreglum SFH er greitt til flytjenda eftir svonefnu punktakerfi, þar sem aðalflytjandi fær flesta punkta, en hljómlistarmaður í tónveri fær fæsta punkta. Sjá úthlutunarreglur.

Hvað um erlendar greiðslur?

SFH er í alþjóðlegu samstarfi við sambærileg samtök erlendis og hefur gert fjölmarga samninga við erlend systursamtök. Samningarnir gera SFH kleift að innheimta þóknun vegna opinberrar spilunar erlendis.