Um SFH

Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda eru innheimtusamtök tónlistarflytjenda og hljómplötuframleiðenda stofnuð með heimild í 47. grein höfundalaga nr. 73/1972.

Hvað gerir SFH?

SFH gætir hagsmuna flytjenda og hljómplötuframleiðenda vegna réttinda varðandi þóknun fyrir afnot hljóðrita sem flutt eru í útvarpsstöðvum og annars staðar á opinberum vettvangi svosem í verslunum, veitingahúsum, líkamsræktarstöðvum. SFH semur við útvarpsstöðvar um þóknun til flytjenda og framleiðenda og um notkun tónlistar utan útvarpsstöðva gildir sérstök verðskrá, en innheimta slíkrar þóknunar er í höndum STEF samkvæmt sérstökum samningi við SFH.

Hafa samband

Skrifstofa SFH er að Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi.
Sími: 899 5687
Netfang: sfh@sfh.is