Úthlutunarreglur SFH

1.0. Fjármunir til úthlutunar.
Í úthlutunarsjóði flytjenda og framleiðenda eru þeir fjármunir sem eftir standa þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá innheimtum tekjum. Í sjóðnum eru þær tekjur sem SFH hefur innheimt vegna opinberrar spilunar innlendrar jafnt sem erlendrar tónlistar af hljóðritum og verndar njóta samkvæmt höfundalögum.

2.0. Varasjóður.
Leggja skal 7% af hreinum tekjum SFH vegna opinbers flutnings utan útvarps í sérstakan sjóð m.a. til þess að mæta óvæntum kostnaðarliðum. Hafi þessum fjármunum ekki verið ráðstafað á fjögurra ára tímabili frá því að innborgun átti sér stað skulu þeir fjármunir sem eftir standa koma að nýju til úthlutunar.

3.0. Flytjendadeild og framleiðendadeild.
Fjármunum sjóðsins er skipt jafnt á hverju ári milli flytjendadeildar og framleiðendadeildar.

4.0. Einstaklingsbundin úthlutun.
Að frádregnum varasjóði skal skal úthlutun allara tekna þar sem því verður við komið verða einstaklingsbundin og gildir það jafnt um flytjendadeild sem framleiðendadeild. Einstaklingsbundin úthlutun skal svo framarlega sem unnt er byggjast á áunnum réttindum miðað við spilunartíma í útvarpsstöðvum eða öðrum almennum hlutlægum sjónarmiðum sem stjórnir hvorrar deildar ákveða. Sérstakt punktakerfi gildir um úthlutun til hljómlistarmanna. Sérstakir gagnkvæmnis-samningar eru gerðir við systurfélög erlendis um úthlutun fjármuna til flytjenda en framleiðendur greiða að meginstefnu erlendum hljómplötufyrirtækjum í samræmi við réttindamagn sem byggt er á sölutölum þar til nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir um spilun erlendra rétthafa í útvarpsstöðvum.

5.0. Punktakerfi vegna skiptingar flytjendatekna.

Aðalflytjendur:

Hlutverk

Lykill

Punktar pr. mín

Aðalflytjandi

A

7

Einn undirleikari

B

5

Meðspil.(hljómsveit)

C

1

Kórar og minni einingar, t.d. djass og combo:

Hlutverk

Lykill

Punktar pr. mín

Duo

E

6 (x2)

Trio

F

4 (x3)

Kvartett

G

3 (x4) meðlimir nafngreindir

Kvintett og sextett

H

(x 5-6)

Septett og oktett

I

(x 7-8)

Níu eða fleiri

J

1

Hljómsv.stjórn

S

5

Konsertmeistari

K

3

Hljómsveit/kór

X

1 punktur á hvern ónafngreindan meðlim þó aldrei fleiri en 30 punktar

6.0. Félagsleg úthlutun.
Í þeim tilvikum þar sem ekki er unnt að framkvæma einstaklingsbundna úthlutun vegna þess m.a. að rétthafar finnast ekki, réttindi eru fyrnd eða af öðrum sambærilegum ástæðum er heimilt að viðhafa félaglega úthlutun. Skal hvor deild annast þá úthlutun.

Stjórn framleiðendadeildar annars vegar og stjórn flytjendadeildar hins vegar hafa umsjón með úthlutun hvorrar deildar, en stjórn flytjendadeildar er heimilt að fela einstaka félögum eða sambandi framkvæmd úthlutunar á sínu sviði.

Fé til félagslegra verkefna hjá flytjendadeild skal vera háð eftirfarandi skilyrðum:

  • a. verkefni sem efla mun skilning á menningargildi lifandi hljómlistar.
  • b. verkefni er lúta að réttindagæslu og starfsumhverfi tónlistarflytjenda
  • c. námskeiðshald
  • d. styrkir til menntunar.
  • e. skiplagning samstarfs við aðra aðila um framangreinda liði
  • f. stuðningur við tónleikahald.
  • g. stuðningur við útgáfu hljómfanga og kynningarstarfsemi

Undir félagsleg verkefni hjá framleiðendadeild falla verkefni sem nýtast greininni í heild og stjórn framleiðendadeildar metur sem slík, en dæmi um þess konar verkefni eru t.d. framlög til Loftbrúar, Íslensku tónlistarverðlaunanna, kynningarátök á breiðum grundvelli, aðgerðir til að sporna gegn heimildarlausri notkun á tónlist og útrásarverkefni.

7.0. Úthlutunarreglur.

  • a. Sækja skal skriflega um styrk til viðkomandi sjóðsstjórnar og geta þess ítarlega í hvaða skyni sótt er um styrkinn. Sjóðstjórn er heimilt að leita eftir nánari upplýsingum.
  • b. Stjórn sjóðsins yfirfer umsóknir, og gerir síðan ákveðnar tillögur um styrkveitingar.
  • c. Úthluta skal a.m.k. einu sinni á ári vegna réttinda fyrra árs og skal það auglýst í dagblöðum,vefritum, félagspósti eða á annan opinberan hátt.
  • d. Styrkþegi skal gefa stjórn sjóðsins nákvæma skýrslu að verkefni loknu.
  • e. Setja skal sérstakar reglur um réttindi aðila sem áður hafa sótt um styrki og fengið greidda styrki til félagslegra verkefna eða fengið sínum réttindum úthlutað einstaklingsbundið. Þrátt fyrir að einstakur flytjandi hafa fengið úthlutað einstaklingsbundið kemur það ekki í veg fyrir að hann geti sótt um styrk til verkefnis skv. gr. 5.0 hér að ofan.

8.0. Lágmarks úthlutun.
Lágmarksúthlutun til hvers rétthafa í framleiðendadeild er kr. 20.000, en getur safnast upp í 4 ár þar til þeirri fjárhæð er náð. Lágmarksúthlutun til hvers rétthafa í flytjendadeild er kr. 10.000, og getur jafnframt safnast upp í 4 ár þar til þeirri fjárhæð er náð.

9.0. Fyrning réttinda.
Ef rétthafi finnst ekki eða gerir ekki kröfu til áunninna réttinda þegar liðin eru 4 ár frá þeim áramótum er rétthafi gat krafist úthlutunar þeirra tekna sem urðu til hjá SFH, IHM eða öðrum sambærilegum aðilum er viðkomandi fjármunum ráðstafað aftur til úthlutunar og getur hvor deild ákveðið hvernig þeim fjármunum er úthlutað. Hjá flytjendadeild mun þessum fjármunum ráðstafað að jöfnu í einstaklingsbundna úthlutun og félagslega.

10.0. Ávöxtun fjámuna.
Skylt er að ávaxta eignir sjóðins á sem tryggastan hátt. Heimilt er að ávaxta eignir sjóðsins á bankareikningum og í ríkisskuldabéfum, en óheimilt að fjárfesta í hlutabréfum eða sambærilegum verðbréfum.

11.0. Skýrsla úthlutunarnefnda.
Stjórnir úthlutnarnefnda beggja deilda ber árlega að gera nákvæma skýrslu um úthlutunarstörf sín, svo meta megi árangur nefndanna. Að jafnaði skulu úthlutunarnefndir óska upplýsinga frá styrkþegum hvernig fjármunum hefur verið ráðstafað. Skýrsla þessi ásamt upplýsingum um ráðstöfun fjármuna skal vera hluti af úthlutnargögnum SFH í tengslum við gerð ársreikninga. Séu styrkir mjög háir til ákveðinna verkefna getur úthlutarnefnd falið löggiltum endurskoðanda að skoða bókhald viðkomandi aðila í því skyni að gera sér glögga grein fyrir hvernig fjármunum hefur verið varið. Ef vanhöld verða á framangreindri upplýsingagjöf er stjórn SFH heimilt að halda eftir úthlutun til viðkomandi aðila þar til upplýsingaskyldu hefur verið fullnægt að mati stjórnar.

12.0. Breytingar á reglum.
Breytingar á reglugerð þessari skal bera upp á aðalfundi SFH og þurfa 2/3 hluta atkvæða til þess að þær öðlist gildi.