Aðildarfélög
Í samþykktum SFH kemur fram að SFH er skipt í tvær deildir, listflytjendadeild og framleiðendadeild.
Flytjendur
Í flytjendadeild eru félög er hafa innan sinna vébanda meðlimi sem eiga í einhverjum mæli réttindi yfir listflutningi á vernduðum hljóðritum sem flutt eru á opinberum vettvangi.
Félög listflytjenda í SFH eru Félag íslenskra hljómlistamanna (FÍH) sem eru langstærstu flytjendasamtökin, Félag íslenskra leikara (leikarar og einsöngvarar), Félag íslenskra tónlistamanna (einleikarar klassískrar tónlistar), Samband íslenskra karlakóra, Samband blandaðra kóra og Samband lúðrasveita.
Útgefendur
Aðild að SFH framleiðendamegin er í gegnum FHF (Félag hljómplötuframleiðenda). Aðild að FHF er bundin við þá sem gefa út hljóðrit sem njóta verndar samkvæmt höfundalögum, en það eru hljóðrit með tónlist frá löndum sem eru aðilar að alþjóðasáttmála um vernd flytjenda og framleiðenda, Rómarsáttmálanum. Í maí 2021 voru aðilar 96 lönd.