Útgefendur
FHF eru hagsmunasamtök fyrirtækja í hljómplötuútgáfu á Íslandi og jafnframt deild innan SFH.
Samtökin sjá um úthlutun til einstakra innlendra og erlendra framleiðenda hvað varðar opinberan flutning hljóðrita í útvarpi og öðrum opinberum stöðum svo sem verslunum, veitingahúsum o.fl. Tilgangur samtakanna er að beita sér í hagsmunamálum aðildarfyrirtækjanna, standa vörð um réttindi þeirra og bæta skilyrði þeirra bæði hvað markaðsskilyrði og aukin réttindi varðar. FHF er einnig aðili að alþjóðasamtökum hljómplötuframleiðenda, IFPI með rúmlega 1400 aðildarfyrirtæki í 70 löndum.
Ef þú ert útgefandi tónlistar getur þú skráð þig í FHF. Sjá heimasíðuna FHF.is
Ef þú ert ekki meðlimur í FHF getur þú skráð þig sem útgefanda í SFH með því að smella á hnappinn hér að neðan.